Afurðir / Hrogn

Hrogn

Caprae

Þau hrogn sem notuð eru við framleiðslu hjá Vigni G. Jónssyni ehf., dótturfélagi Brims, eru meðal annars hrogn úr grásleppu, loðnu, flugfiski, þorski, ýsu, löngu og ufsa. Fyrirtækið hefur yfir að ráða öflugri fullvinnsluverksmiðju á Akranesi. Stærsti hluti framleiðslunnar er seldur til Evrópu og Bandaríkjanna. Þorskhrogn eru unnin daglega meðan á vertíð stendur. Þau eru hreinsuð, snyrt og flokkuð í afurðaflokka. Grásleppa er keypt af smábátum sem landa daglega. Hrognin eru tekin úr grásleppunni, hreinsuð og söltuð. Úr söltuðu hrognunum er kavíar unninn og honum pakkað í glerkrukkur undir ströngu gæðaeftirliti. Masago og Tobiko eru afurðir sem eru vinsæl í susi. Masago er unnið úr loðnuhrognum en Tobiko úr flugfiskahrognum. Helsti munurinn á milli þeirra er áferð, stærð og bragð hrognanna.

Hrogn

Hrogn frá Vignir G. Jónsson

Grásleppuhrogn

Grásleppuhrogn

Grásleppan er veidd af netabátum. Bátarnir landa grásleppuni daglega og eru hrognin hreinsuð og söltuð. Eftir það er hrognunum pakkað í glerkrukkur undir miklu gæðaeftirliti. Grásleppuhrognin okkar eru MSC vottuð.

Pökkun

50gr, 100gr, 340gr, 500gr, 950gr

IQF Þorskhrogn

IQF Þorskhrogn

Við vinnum aðeins sérvalin þorskhrogn svo hægt sé að tryggja gæði vörunnar. Þorskhrognin okkar eru MSC vottuð.

Pökkun

Stærðarflokkun: 50-200 gr., 200-400 gr., 400-600 gr., 600-800 gr.
Kassi: 8 kg.

Masago

Masago

Masago er unnið úr loðnuhrognum, þar sem hrognin eru afsöltuð í fersku vatni, lituð og krydduð.

Pökkun

100 gr., 500 gr., 1000 gr., 2000 gr.

Tobiko

Tobiko er unnið úr flugfiskhrognum, sem eru innflutt að mestu leiti frá suður Ameríku. Hrognin eru afsöltuð í fersku vatni, lituð og krydduð.

Pökkun

100 gr., 170 gr., 545 gr., 500 gr., 1000 gr., 2000 gr.

Hafðu samband við Vignir G. Jónsson ehf. til að fá nánari upplýsingar

vignir@vignir.is
Sími: 431 5000

*Nauðsynlegt